Sía eftir:
Flokkar

Skilmálar Garðabæjar

vegna notkunar á rafrænum CTS miðum bæjarins í Curron Ticket System kerfinu (CTS)

1. Samþykki skilmála

Með kaupum og notkun korthafa CTS korta á rafrænum miðum Garðabæjar, kt. 470169-1769 samþykkir korthafi að fylgja í hvívetna skilmálum þessum.

2. Skilgreiningar

Eftirtalin hugtök hafa svo felda merkingu þar sem þau koma fyrir í skilmálum þessum:

  • Miðaeigandi leggur til rafræna miða sem skilgreindar eru í CTS og korthafar geta eftir atvikum keypt inn á CTS kortareikning sinn eða hlaðið á CTS kort sín. Sjá frekari skýringar í Kortaskilmálum fyrir CTS. Í skilmálum þessum er Garðabær miðaeigandi.
  • Rafrænn miði er óáþreifanlegur miði sem skilgreindur er í CTS. Notkunareiginleiki og tilgangur hvers rafræns miða getur verið misjafn og einnig hvar og hvenær hægt er að nota hann. Sjá frekari skýringar í Kortaskilmálum fyrir CTS. Í skilmálum þessum stendur rafrænn miði fyrir rafræna miða Garðabæjar sem gerir notendum Garðakortsins og öðrum CTS kortum mögulegt að afgreiða sig sjálfir í þá þjónustu sem í Garðakortinu felst.
  • Fullorðinn eru einstaklingar sem eru 16ára og eldri.
  • Garða-kort eru CTS kort útgefin fyrir Garðabæ.

3. Umsókn og útgáfa CTS korts Garðabæjar

Útgefandi á CTS kortum Garðabæjar er Curron, kt.440391-1929, eigandi og rekstraraðili að CTS.

Umsækjandi um CTS kort Garðabæjar getur sótt um kort í afgreiðslu sundlauga Garðabæjar eða á viðeigandi vefsvæði.

Til staðfestingar umsóknar verður umsækjandi að samþykkja skilmála þessa og einnig kortaskilmála CTS sem einnig er að finna á www.cts.is og www.gardabaer.is.

Við útgáfu CTS korts Garðabæjar greiðir umsækjandi sérstakt kortagjald, sem einnig er greitt við útgáfu á nýju korti í stað glataðs eða skemmds korts. Öll gjöld reiknast samkvæmt auglýstri verðskrá Garðabæjar á hverjum tíma.

4. Notkun rafrænna miða Garðabæjar

Rafrænir miðar Garðabæjar veita rétt til aðgangs í þá þjónustu sem í Garðakortinu fellst.

Allir rafrænir miðar Garðabæjar hafa gildistíma, en hann getur verð mismunandi.

Virkni rafrænna miða Garðabæjar er í megin atriðum tvenns konar, annars vegar tímabilsmiðar sem hægt er að nota ótakmarkað á gildistíma og hins vegar skiptamiðar sem hægt er að nota í vissan fjölda skipta á gildistíma. Ef boðið er upp á annars konar virkni er henni lýst í verðskrá Garðabæjar á hverjum tíma.

Óheimilt er að kaupa tímabilsmiða á ópersónugert (handhafa) CTS kort þ.e. óheimilt er að nota tímabilsmiða t.d. ársmiða á ópersónugerðum CTS kortum.

Rafrænir miðar Garðabæjar eru aðgreindir fyrir börn, fullorðna, aldraða og öryrkja og notkun þeirra lýtur almennum reglum þar um.

5. Vanefndir, lokun korta

Ef CTS korthafi vanefnir skyldur sínar samkvæmt skilmálum þessum hefur Garðabær heimild til að láta Curron afturkalla og loka fyrirvaralaust CTS korti korthafa.

Ofangreindar vanefndir eru alfarið á ábyrgð CTS korthafa og það tjón sem hann getur hlotið af því.

 

6. Glötuð Garða-kort

Glatist CTS kort Garðabæjar ber korthafa að tilkynna það tafarlaust til sundstaðar eða þjónustuvers Garðabæjar. Korthafi ber ábyrgð á allri notkun kortsins fram að lokun þess.

Finni einstaklingur CTS kort Garðabæjar er honum óheimilt að nota það. Finnandi ber að tilkynna fund kortsins og skila því í afgreiðslu Íþróttamiðstöðvarinnar Ásgarði eða til þjónustuvers Garðabæjar.

7. Lög og varnarþing

Skilmálar þessir fara eftir íslenskum lögum, svo og öll mál sem rísa kunna af notkun rafrænna miða Garðabæjar, nema um annað sé sérstaklega samið.

Rísi mál vegna brota á skilmálum þessum má reka það fyrir Héraðsdómi Suðurnesja.

8. Gildistími

Þann 1. nóvember 2013 taka skilmálar þessir gildi fyrir alla rafræna miða Garðabæjar.

Garðabær, 15. október 2013.